hellú...
haldiði að stelpan sé ekki barasta upprennandi nakinn kokkur íslands...Vippaði upp fiskibollum með karrísósu og hrísgrjónum í laugardagslunch og í dag í kvöldmat bjó ég til kartöflumús FROM SCRATCH og gulrótarbuff með plómutómötum....nakin allan tíman, að sjálfsögðu.
ég er að spá í að starta svona þátt, svissað með siggu..eða...ljúffengt á laugaveginum...kryddað á klapparstíg...u get the point. mikið áhorf er ég viss um.
reyndar uppgvötaði ég snilldar samlokucombó a la Joey Tribbiani þar sem afleiðsla var notuð.. ekki það að samlokan sé í frásögur færandi nema hvað, ég ákvað að skella mér á eina bollasúpu líka, svona knorr í koppen minestrone... ég gerði allt rétt, ég setti vatn í bolla og lét hann bubbla inni í mícró í svona 3 mín og tók hann svo út og hellti duftinu í..og prestó, súpa!
NEI gott fólk, knorr reyndi að drepa mig í dag!! um leið og drápsduftið snerti yfirborð vatnsins í bollanum varð mikil svona efnafræðivísnadathriller sprengja og "súpan" gubbaðist út um allt, svona eins og æla á djamminu eftir og mörg skot af absenth.... ég sem betur fer er trained in combat, náði að forða mér áður en ælandi minestrone og krútons náðu að skaðbrenna af mér húðina með sýru sinni... og þurrkaði subbuskapinn upp.
en getur einhver útskýrt afhverju þetta gerðist?
og ég gafst sko ekki upp, hell nó, ég bara bætti við vatni, aftur inn í míkró og svo drakk ég mína súpu í rólegheitunum, Bogamenn vinna alltaf þegar kemur að mat....
annars hafa dagarnir liðið í próflestri frá helvíti með efni frá konungi þess og spenningi eftir jólum og mömmu mat og tilheyrandi.
ég fékk jóladagatal frá mömmu, svona súkkulaði, þannig að það er mjög jóló á mínum bæ, eða eins jóló og á eftir að verða...
ÁKVÖRÐUN HEFUR VERIÐ TEKIN:
************ÉG BÝÐ TIL VEISLU Á FÖSTUDAGINN HJEMME PÁ MIG****************
mæting upp úr átta, sóðaleg drykkja, hráar snittur, reykingar út um gluggan og almenn gleði.
B.Y.O.B..... og plís kommentið og látið fréttast til þeirra er telja fæðingu mína gleðiefni og langar að fagna með mér......eða bara detta í það með skemmtilegu fólki.....
látið fagnaðarerindið berast, ég býst við að sjá sem flesta og það er þemi....
bling bling þemi :) já gott fólk, gullkeðjur og demantar!!! represent! think Missy E, rappers n shit, audry hepburn...u getz it.....aight, pís át!
hlakka til að sjá sem flest ykkar.....guð mun láta reiði sína bitna á ykkur hinum......
jæja best að fara að kúra í rauða satíninu..
nightie night
ms.sigga dahling
þriðjudagur, desember 7
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
ég skil....ég verð þá bara ein í blinginu mínu!
ekki hoppa upp í bátinn minn þegar rigningin hefst á dómsdegi ykkar hinna.....
bling bling
johnny's going down with that thing
Oh man. Ég verð ekki kominn heim til að mæta í partýið þitt, er viku of seinn í því. Ekki það að ég viti hvort ég hefði mátt mæta þótt ég hafi villst inná bloggið þitt, hef ekki hitt þig í... hmmm... nokkur ár. :) Hehe, aldrei að vita nema maður rekist aftur á þig einn góðan veðurdag ef maður endar aftur á klakanum eftir dvölina í DK. Við gætum nottla mælt okkur mót einhverntíman í náinni framtíð, gæti verið gaman. Ertu laus 2006?
Kvejða, gamall skólafélagi.
E.s: Góða skemmtun í partýinu og til hamingju með afmælið! ;)
ég hef samt séð svona örbylgjufæðissprengju með höfrum og vatni, gerðist fyrir hollustu gellu í skólanum og það var miður falleg sjón! ALLT út um ALLT. Ég kem með fulltrúa blingsins með mér á morgun ;)
Happy birthday, Ziggy Stardust! Megir þú mála bæinn í öllum regnbogans litum.... happy blingin' :)
Skrifa ummæli